fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sækja fjölda veikra ferðamanna í Emstrubotnum og Básum – Minnst 15 börn í hópnum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 10:12

Skálar Ferðafélags Íslands í Botnum á Emstrum standa við Laugaveginn, eina vinsælustu gönguleið landsins Mynd: Vefur Ferðafélags Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Suðurlandi eru þessa stundina að flytja fjölda ferðamanna sem hafa veikst undanfarinn sólarhring, flestir í Emstruskála. Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir kallaðar út vegna hóps skólabarna í skálann í Emstrubotnum. Þar voru að minnsta kosti 15 börn orðin veik af tæplega 50 manna hóp. Komið var með skólakrakkana niður á Hvolsvoll um sjö leitið í morgun.

Björgunarsveitir voru varla komnar í hús þegar beiðni kom um að sækja fleiri inn í Emstrur sem voru orðnir veikir. Einnig bárust tilkynningar um veikindi í Básum, eins og kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum fóru því af stað aftur. Í morgun var svo einnig tilkynnt um göngumann í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi sem hafði snúið sig á ökkla og treysti sér ekki til að halda áfram göngu. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal fór í það verkefni.

Brottflutningur veikra ferðamanna er unnin í samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Sóttvarnalækni, sem meðal annars er að flytja aukinn sóttvarnabúnað austur á Hvolsvöll. Sóttvarnabúnaður er í tækjum björgunarsveita sem eru í verkefninu, en ljóst að fljótt gengur á hann þegar þetta margir hafa sýkst.

Aðgerðir snúa einnig að því að ná til ferðamanna sem lögðu af stað fótgangandi frá Emstrum niður í Þórsmörk í morgun, því erfitt getur reynst að sækja fólk á þá gönguleið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast