fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 09:30

Neskaupstadur Mynd: austurland.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að hjón á áttræðisaldri fundust látin á heimili þeirra í Neskaupstað aðfararnótt föstudags. Aðstæður á vettvangi bentu til saknæms athæfis og liggur karlmaður liggur undir grun vegna málsins. Var hann handtekinn um þrjúleytið í gær eftir mikinn viðbúnað lögreglu við Snorrabraut í Reykjavík.

Í tilkynningu frá lögreglu nú í morgun kemur fram að rannsókn málsins stendur yfir og miðar vel. Krafa um gæsluvarðhald yfir hinum handtekna verður lögð fram síðar í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sjá einnig: Ekki fjölskyldutengsl milli grunaða og hjónanna á Neskaupstað

„Ég þekki hann í raun og veru ekki neitt og veit ekkert hver þetta var. Maður sér ekkert vel þegar maður er að keyra fram hjá. Maður sér persónueinkenni ekki vel,“ segir kona í viðtali við Heimildina. Konan sem ekki vill láta nafns síns getið var kölluð í vitnaskýrslu hjá lögreglu í gær, en hún segist hafa heyrt umgang hjá hjónunum á miðvikudagskvöldið um klukkan korter í sjö. Hélt konan að maðurinn væri á leið í heimsókn til hjónanna en tvær grímur runnið á hana daginn eftir þegar Strandgötu var lokað vegna lögregluaðgerða á vettvangi.

„Opna skápa og loka. Inn á milli heyrðust einn til tveir dynkir. Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur. Þannig að mér datt aldrei til hugar að það væri eitthvað alvarlegt að gerast,“ segir konan. „Það fyrsta sem manni dettur í hug er ekki: Það er verið að myrða einhvern hérna í næsta húsi. Maður hugsar bara: Kannski eru þau að færa til sófann eða eitthvað svoleiðis.“

Lesa má viðtalið við konuna í heild sinni í Heimildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”
Fréttir
Í gær

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Í gær

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás