fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Blússandi verðbólga hjá Frjálsri verslun

Eyjan
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að birtingarmyndir verðbólgunnar séu margs konar. Það er dýrara í strætó og sund en var í fyrra. Matur og húsnæði hækkar frá mánuði til mánaðar. Hvert sem litið er blasir við að okurvaxtastefna Seðlabankans hefur siglt í strand.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í vikunni með upplýsingum um tekjur um fjögur þúsund Íslendinga. Tekjublaðið kemur út á hverju ári í sömu viku og skattskráin er opinberuð.

Orðið á götunni er að mörgum hafi brugðið í brún er þeir sáu verðmiðann á blaðinu í ár, en það kostar núna kr. 3.490. Á síðasta ári kostaði þetta sama blað kr. 2.990 og hefur því verðið hækkað um 17 prósent milli ára. Almennt verðlag hefur hins vegar ekki hækkað um nema ríflega sex prósent. Raunhækkunin á Frjálsri verslun er því um 10 prósent

Árið 2022 kostaði Tekjublað Frjálsrar verslunar kr. 2.790 þannig að hækkunin á tveimur árum nemur 25 prósentum, sem er langt umfram verðbólgu í landinu á sama tímabili.

Útgefandi Frjálsrar verslunar er útgáfufélagið Myllusetur, sem einnig gefur út Fiskifréttir og Viðskiptablaðið. Orðið á götunni er að verðhækkun tekjublaðsins, langt umfram verðbólgu, teljist fremur dapurt framlag í baráttunni við verðbólguna frá útgáfufélagi sem predikar aðhald og ráðdeild í rekstri einkaaðila og hins opinbera í sínum miðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar

Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans