fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Blússandi verðbólga hjá Frjálsri verslun

Eyjan
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að birtingarmyndir verðbólgunnar séu margs konar. Það er dýrara í strætó og sund en var í fyrra. Matur og húsnæði hækkar frá mánuði til mánaðar. Hvert sem litið er blasir við að okurvaxtastefna Seðlabankans hefur siglt í strand.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í vikunni með upplýsingum um tekjur um fjögur þúsund Íslendinga. Tekjublaðið kemur út á hverju ári í sömu viku og skattskráin er opinberuð.

Orðið á götunni er að mörgum hafi brugðið í brún er þeir sáu verðmiðann á blaðinu í ár, en það kostar núna kr. 3.490. Á síðasta ári kostaði þetta sama blað kr. 2.990 og hefur því verðið hækkað um 17 prósent milli ára. Almennt verðlag hefur hins vegar ekki hækkað um nema ríflega sex prósent. Raunhækkunin á Frjálsri verslun er því um 10 prósent

Árið 2022 kostaði Tekjublað Frjálsrar verslunar kr. 2.790 þannig að hækkunin á tveimur árum nemur 25 prósentum, sem er langt umfram verðbólgu í landinu á sama tímabili.

Útgefandi Frjálsrar verslunar er útgáfufélagið Myllusetur, sem einnig gefur út Fiskifréttir og Viðskiptablaðið. Orðið á götunni er að verðhækkun tekjublaðsins, langt umfram verðbólgu, teljist fremur dapurt framlag í baráttunni við verðbólguna frá útgáfufélagi sem predikar aðhald og ráðdeild í rekstri einkaaðila og hins opinbera í sínum miðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi