

Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace, segir að dómarinn í leik liðsins við Brentford í gær hafi gert mistök.
Eze skoraði mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 tapi Palace en það var dæmt af vegna brot innan teigs – sá dómur var hins vegar ansi umdeildur.
Eze segist hafa rætt við dómara leiksins, Samuel Barrott, eftir leik og viðurkenndi dómarinn eigin mistök.
Barrott flautaði er Eze var að skjóta að marki Brentford og því miður fyrir gestina þá gat VAR ekki komið til bjargar.
,,Mér var sagt að hann hafi flautað of snemma, hann sagðist hafa gert mistök,“ sagði Eze við BBC.
,,Þetta er atvik sem hefði getað breytt leiknum en við þurfum að taka þessu. Við fengum svo mörg fín tækifæri, þetta var ekki það eina.“
,,Frammistaðan var góð og ef við höldum áfram sama striki þá getum við byggt ofan á það.“