

Tíu leikmenn Fylkis unnu góðan sigur á HK í Kórnum í kvöld, eftir að hafa lent manni undir skoraði Fylkir í tvígang.
Staðan var markalaus í hálfleik í bragðdaufum leik.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson lét reka sig af velli eftir rúmlega 50 mínútna leik en hann fór þá í andlitið á leikmanni HK.
Þetta kveikti á Fylki sem komst yfir á 76 mínútu þegar Emil Ásmundsson kom Fylki yfir. Þóroddur Víkingsson tryggði svo sigurinn tíu mínútum síðar.
Fylkir fer með sigrinum af botni deildarinnar og skellir HK þangað en Fylkir er með 16 stig og er stigi á eftir Vestra.