

Ashley Young varð í gær elsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að fá rautt spjald.
Young var 39 ára og 39 daga gamall er hann fékk beint rautt í leik gegn Brighton í úrvalsdeildinni í gær.
Young gerði lítið til að hjálpa sínu liði í viðureigninni en Everton tapaði nokkuð sannfærandi 3-0.
Bakvörðurinn hefur spilað á Englandi í mörg ár og gerði garðinn frægan með Manchester United.
Hann reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu á sínum tíma og stoppaði stutt hjá stórliði Inter Milan.