

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur gefið í skyn að félagið muni ekki kaupa framherja fyrir gluggalok.
Arteta og hans menn unnu 2-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Kai Havertz skoraði fyrra mark liðsins.
Havertz er fjölhæfur leikmaður en ekki hreinræktuð nía og eru margir framherjar orðaðir við félagið þessa dagana.
Arteta virðist þó staðfesta það að hann ætli að treysta á þá leikmenn sem hann er með innanborðs í dag.
,,Ég hef trú á Havertz, við höfum trú á Gabriel Jesus. Leandro Trossard hefur spilað í þessari stöðu,“ sagði Arteta.
,,Við erum með mismundandi gæði og eiginleika og það besta sem við getum gert er að treysta leikmönnunum og reyna að bæta þá.“
,,Þetta eru svo góðir leikmenn sem eru svo ákveðnir – við einbeitum okkur að því.“