fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Dagur fær tæpar 10 milljónir í uppsafnaðar orlofsgreiðslur – „Óeðlilegt,“ segir oddviti minnihlutans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 07:59

Dagur B. Eggertsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, fær við starfslok sín 9,7 milljónir króna í orlofsuppgjör frá Reykjavíkurborg vegna síðustu 10 ára í valdastóli auk 9,6 milljón króna í biðlaun. Morgunblaðið greinir frá þessu en í svari borgarritara við fyrirspurn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, kemur fram að Dagur hafi átt rétt á 240 orlofsstundum á ári þegar hann gegndi starfinu.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Hann hafi ekki getað tekið fullt orlof á meðan valdatíð hans stóð og því söfnuðust stundirnar upp og voru gerðar upp við starfslok hans. Segir í svari borgarritara að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar.

Á almennum markaði fyrnast hins vegar orlofsstundir iðulega og hefur Morgunblaðið eftir Hildi Björnsdóttur að hún telji ekki um eðlilega framkvæmd að ræða.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör. Mér þykir eðli­legt að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um um hvernig upp­gjöri hef­ur verið háttað við starfs­lok æðstu emb­ætt­is­manna á und­an­förn­um árum,“ segir Hildur.

Bendir hún á að í kjarasamningi borgarinnar og Sameykis komi fram að ekki sé heimilt að fresta or­lofs­greiðslum milli ára nema um sér­stak­ar kring­um­stæður sé að ræða eins og við fæðing­ar­or­lof eða þá að yf­ir­maður hafi kraf­ist þess vegna verk­efna sem þyrfti að ljúka.

„Það er ekki hægt að sjá að slíkt eigi við í til­felli borg­ar­stjóra,“ seg­ir Hild­ur og á bágt með að sjá að hægt sé að réttlæta greiðslurnar til borgarstjórans fyrrverandi.

Nánar er fjallað um málið í frétt Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað