fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Pressan
Mánudaginn 12. ágúst 2024 22:00

Jordan og Tyler voru dæmdir í fangelsi. Myndir:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru dæmdir í fangelsi af breskum dómstólum á föstudaginn fyrir að hafa kynt undir hatri og ofbeldisverkum með færslum á samfélagsmiðlum. Þetta tengist hinum miklu óeirðum sem hafa verið víða um England síðustu daga í kjölfar morðanna á þremur litlum stúlkum í Southport nýlega.

Öfgahægrimenn hafa blásið til mótmæla víða um landið og hafa þau aðallega beinst gegn innflytjendum og hælisleitendum. Til harðra átaka hefur komið á milli öfgahægrimanna og lögreglunnar.

Jordan Parlour, 28 ára, var dæmdur í 20 mánaða fangelsi af dómari í Leeds á föstudaginn. Hann játaði að hafa hvatt til ofbeldis með kynþáttahatursfærslu á Facebook. Í færslunni hvatti hann fólk til að ráðast á hótel í Leeds þar sem hælisleitendur dvelja.

Dómari í Northampton dæmdi hinn 26 ára Tyler Kay í 38 mánaða fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlinum X þar sem hann hvatti til þess að innflytjendur og hælisleitendur yrðu fluttir úr landi í stórum stíl og einnig hvatti hann fólk til að kveikja í hótelum þar sem hælisleitendur dvelja.

Parlour og Kay eru þeir fyrstu til að hljóta dóma, í tengslum við óeirðirnar, fyrir færslur á samfélagsmiðlum.

En það voru fleiri sem hlutu dóma í síðustu viku fyrir sinn þátt í óeirðunum. Meðal þeirra er Stacey Vint, 34 ára, sem var dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa ýtt logandi ruslatunnu að lögreglumönnum í Middlesbrough.

Charlie Bullock, 21 árs, er sagður hafa verið aðalhvatamaðurinn á bak við árás stórs hóps fólks á lögreglumenn. Grýtti skríllinn meðal annars grjóti og flugeldum í þá. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi.

Josh Kellett, 29 ára, var dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir að hafa kastað grjóti í lögreglunnar.

Jordan Plain, 30 ára, var dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa hrópað kynþáttaníð að lituðu fólki í miðborg Leeds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið