fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Afbrýðissemi sögð kveikurinn að hnífsstunguárásinni á Akureyri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. ágúst 2024 12:00

Lögreglustöðin á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hnífstungumál á Akureyri sem kom upp á þriðja tímanum í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu embættisins en fram kemur að aðilar séu í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögreglan segist ekki veita frekari upplýsingar um málið aðrar en þær að þolandinn var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri og er hann ekki talinn í lífshættu.

Sjónarvottur að árásinni hefur tjáð DV að sér hafi virst sem afbrýðissemi hafi verið kveikjan að árásinni. Kona hafi lagt að kærasta sínum með hníf í kjölfar þess að hann veitti annarri konu athygli. Þetta er þó enn óstaðfest en  vegfarendur munu hafa tekið upp myndbönd af atburðarásinni.

Mikið er af fólki á Akureyri vegna hátíðarinnar Ein með öllu sem fer fram um verslunarmanna helgina. Töluvert var af fólki að skemmta sér í miðbænum og talsverður erill hjá lögreglu. Umrædd árás var hins vegar eina meiriháttar verkefni laganna varða og almennt fóru hátíðarhöldin því vel fram.

Veður er með ágætum norðanheiða ólíkt stöðunnu á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir óma og von er á úrkomu og hvassviðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf