fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Segja Hamas-leiðtogann hafa verið tekinn af lífi með fjarstýrðri sprengju sem komið var fyrir mánuðum fyrr

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 20:30

Haniyeh er hér til vinstri með nýjum forseta Írans. Myndin var tekin aðeins nokkrum klukkustundum áður en Haniyeh var drepinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas-samtakanna, var drepinn með fjarstýrðri sprengju sem hafði verið komið fyrir á dvalarstað hans í Tehran, höfuðborg Íran, mörgum mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um morðið.

Fyrstu fregnir af andláti hans þann 31. júlí síðastliðinn voru þær að um loftárás hafi verið að ræða en það virðist ekki hafa verið á rökum reist. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sprengjunni hafi verið komið fyrir í herbergi gistiheimilis þar sem Haniyeh hafði vanið komur sína og sprengjan síðan sprengd með fjarstýringu þegar Hamas-leiðtoginn var kominn inn í herbergið.

Haniyeh var staddur í írönsku höfuðborginni til þess að verra viðstaddur innsetningu nýkjörins forseta Írans. Hafa Íranir og Hamas-samtökin sagt að Ísraelar beri ábyrgð á aftökunni en því hafa Ísraelsmenn hvorki játað né neitað hingað til.

New York Times hefur eftir heimildarmanni að Ísraelar beri sannarlega ábyrgð á verknaðinum og að Bandaríkjamenn, helstu bandamenn þeirra, hafi eingöngu fengið upplýsingarnar eftir að Haniyeh var allur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér