fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Ferðamaður segir frá undarlegu vandamáli á íslenskum tjaldstæðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 13:43

Tjaldstæðið í Þrastaskógi. Myndin varðar efni fréttarinnar ekki beint. Mynd/wikimedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í færslu sem sett var inn í gær á samfélagsmiðilinn Reddit segir einstaklingur, sem segist vera á ferðalagi á Íslandi, frá nokkuð kynlegu vandamáli sem viðkomandi segir að hann hafi upplifað á tveimur mismunandi tjaldstæðum hér á landi. Vandinn sé sá að ekki sé nokkur leið að finna út hvar og hvernig eigi að greiða fyrir dvölina á tjaldstæðunum.

Ferðalangurinn segir að um sé að ræða tjaldstæðin í Ólafsvík og á Þingeyri en á báðum stöðum hafi hann ekki séð nokkra manneskju sem taki við greiðslu og tjaldstæðin sé ekki að finna á appinu Parka þar sem hægt er að greiða fyrir notkun á bílastæðum og tjaldstæðum.

Ferðamaðurinn segir í færslunni að hann hafi spurt fjölda manns um hvar og hvernig hann greiði fyrir notkun á tjaldstæðunum og hvort það sé eitthvað fólk á svæðinu sem taki við greiðslunni. Svarið hafi verið:

„Þau koma yfirleitt á morgnana og stundum á kvöldin. Borgaðu bara þegar þú sérð þau.“

Ferðamaðurinn segist hins vegar aldrei hafa séð „þau“ hvorki í Ólafsvík né á Þingeyri. Hann segist hafa áhyggjur af því að vera rukkaður um hærra gjald en ella fyrir að hafa ekki greitt fyrir vistina á tjaldstæðunum þrátt fyrir að hafa lagt sig allan fram við að vera heiðarlegur og borga. Auk þess að spyrjast fyrir hafi hann leitað að einhverjum sem taki við greiðslum í þjónustuhúsunum á tjaldstæðunum og víðar á báðum svæðum.

Þurfi ekki að borga ef enginn sé á svæðinu

Í færslunni óskar hann eftir ráðleggingum um til hvaða ráða sé best að grípa. Einn aðili sem svarar segir að ef hann hafi verið í meira en hálfan sólarhring á tjaldsstæðunum og enginn hafi komið til að rukka hann eigi hann bara að líta svo á að dvölin hafi verið ókeypis. Annar segist hafa lent í sviðuðum aðstæðum á íslensku tjaldstæði þegar hann hafi vaknað að morgni og farið í þjónustuhúsið til að fara í sturtu þá hafi enginn verið til staðar til að taka við greiðslu og heldur ekki þegar viðkomandi kom aftur í húsið eftir að hafa tekið föggur sínar saman. Viðkomandi hafi því einfaldlega farið án þess að borga.

Ferðamanninum er í svörum við færslu hans einnig bent á að yfirleitt sé til staðar símanúmer sem hægt sé að hringja í til að spyrjast fyrir um greiðslur. Við stutta leit á upplýsingasíðum fyrir ferðamenn finnast ekki upplýsingar þar sem tekið er beinlínis fram hvernig skuli greiða fyrir dvöl á tjaldstæðunum á Þingeyri og í Ólafsvík en skýrt er tekið fram að vistin sé ekki ókeypis og gefin eru upp símanúmer og netföng sem hægt er að hafa samband við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“