Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt það að félagið gæti verið að losa miðjumanninn Conor Gallagher í sumar.
Gallagher er uppalinn hjá Chelsea og bar fyrirliðabandið síðasta vetur en lið eins og Atletico Madrid eru að sýna honum áhuga.
Maresca er ekki talinn ætla að treysta á Gallagher í vetur og gæti Chelsea fengið dágóða upphæð fyrir Englendinginn.
Gallagher er enskur landsliðsmaður og kom við sögu er England spilaði á EM í Þýskalandi í sumar.
,,Conor mun mæta til æfinga hjá okkur í Cobham, hann verður hér á næstu dögum,“ sagði Maresca.
,,Þegar félagaskiptaglugginn er opinn þá getur allt gerst, ekki bara fyrir Conor.“