fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Svipti sig lífi eftir að lögregla komst á sporið í 33 ára gömlu sakamáli

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt ungan ferðamann árið 1991 svipti sig lífi skömmu eftir að lögregla knúði dyra á heimili hans á dögunum með heimild til að taka DNA-sýni úr honum.

Dana Ireland var aðeins 23 ára þegar hún var myrt á Hawaii, en hún fannst alvarlega slösuð á afskekktum stað að kvöldi jóladags árið 1991. Hún lést á sjúkrahúsi daginn eftir og leiddi rannsókn í ljós að henni hafði verið nauðgað áður en árásarmaðurinn reyndi að ráða henni bana. Ireland var ferðamaður frá Virgínuríki og hugðist eyða jólahátíðinni á Hawaii.

Lögregla handtók mann að nafni Albert Schweitzer vegna málsins og fór svo að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Eftir að hafa setið í fangelsi í rúm tuttugu ár vegna morðsins á Ireland var honum sleppt eftir að DNA-rannsókn leiddi í ljós að hann kom hvergi nálægt morðinu.

DNA-sýnið benti nefnilega á annan mann, Albert Lauro, og fór það að lokum svo að Schweitzer var sleppt úr haldi á síðasta ári. Stuttu eftir að lögregla fékk heimild til að taka DNA-sýni úr Lauro fannst hann látinn á heimili sínu af völdum sjálfsvígs.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að lögregla hafi haft næg sönnunargögn til að ákæra Lauro fyrir nauðgun en enn hafi vantað sönnunargögn til að ákæra hann fyrir morð. Vonast lögregla til að gögn úr farsíma eða tölvum Lauro varpi frekara ljósi á málið.

Búist er við því að Albert Scweitzer verði formlega náðaður af morðinu á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat