fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Gervigreind lærir á hegðun tölvunotenda

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervigreind er orðin allsráðandi í nýjustu fartölvunum. Hún lærir á hegðun notanda, eykur rafhlöðuendingu, stillir af hljóð og bestar frammistöðu tölvunnar hverju sinni, án þess að draga úr afköstum, að sögn Trausta Eiríkssonar, sölustjóra hjá OK.

Hann segir að miklar uppfærslur hafi orðið á nýjustu tölvunum með aukinni áherslu á gervigreind. „Gervigreindin hjálpar okkur meira og meira. Það er kominn sérstakur „CoPilot” hnappur á lyklaborðið fyrir slíka vinnu. Rafhlöðuending eykst töluvert svo dæmi sé tekið. Gervigreindin er einnig nýtt til þess að besta notkun á hljóðnemum og skapar ákveðna hljóðvörn gagnvart utanaðkomandi hljóðum sem bætir gæði fjarfunda til muna,” segir Trausti í tilkynningu.

Trausti Eiríksson sölustjóri, Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri búnaðarsviðs, og Þórunn Lind Þorbjörnsdóttir vefverslunarstjóri hjá OK.

Nýr örgjörvi bara fyrir gervigreind

Hann segir að sem dæmi hafi HP tölvuframleiðandinn þróað svokallaða „Smart Sense“ lausn sem byggir á gervigreind og skiptir á milli þæginda og frammistöðu byggðrar á notkunarhegðun.

„Tölvurnar læra notkunarmynstur notandans til að auka rafhlöðuendingu. Tölvan áttar sig á því hvenær notandinn þarf á auknum krafti að halda, hvenær rólegri vinna á sér stað og hvenær er líklegast að notandann nýti sér hraðhleðslu. Slíkt eykur bæði líftíma vélarinnar, rafhlöðu og bætir upplifun notandans. Notendur þurfa ekki að velta þessu neitt fyrir sér, tölvan sér algjörlega um þessa hluti,” segir Trausti.

Þessu til viðbótar eru nýjar vélar með „Intel Core Ultra“ örgjörva. Þessi nýja tegund örgjörva er öflugri en áður hefur þekkst. Stærsta breytingin er að öll gervigreindarvinna er framkvæmd með sérstaklega hönnuðum hluta örgjörvans sem einblínir á gervigreind. Slíkt stýrir álagi tölvunnar betur og eykur einnig afköst í öðrum verkefnum.

Matarolía nýtt í tölvuframleiðslu

Trausti segir að 90% af nýju vélunum frá HP séu úr magnesíum sem hægt er að endurnýta margoft.  „Sífellt fleiri framleiðendur forðast plast eins og heitan eldinn og reyna að nýta önnur umhverfisvænni efni ef það er kostur. Ef það gengur ekki er reynt að endurnýta plastefni. Sem dæmi fiskinet og plast sem kemur úr sjó. Þá má nefna matarolíu og svo endurunnin trefjaefni.“

HP er einn fremsti framleiðandi á tölvubúnaði í heiminum og þegar kemur að því að nota endurunnin efni í framleiðsluna. HP hefur sjálfbærni að leiðarljósi og er HP brautryðjandi í þeim efnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út