fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Kínverski heimskautadraumurinn er að breytast í martröð – Byggðastofnun fer fram á nauðungarsölu

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 28. júlí 2024 10:30

Teikning af Norðurljósasetrinu á Kárhóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggðastofnun hefur farið fram á nauðungarsölu á fasteignum í eigu sjálfseignastofnunarinnar, Aurora Observatory.

Um er að ræða jörðina Kárhól í Reykjadal og samnefnda byggingu sem átti að hýsa glæsilega  kínversk-íslensk rannsóknastöð um norðurslóðir.

Metnaðarfullar hugmyndir

Verkefnið hófst í apríl árið 2012 þegar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands og Yang Jiechi, utanríkisráðherra Kína, undirrituðu rammasamning um samstarf Íslands og Kína í málefnum norðurslóða með áherslur á rannsóknir og samgöngumál á norðurslóðum

Ákveðið var að reisa 760 fermetra rannsóknarstöð á áðurnefndri jörð sem skráð var  í eigu sjálfseignastofnunarinnar Aurora Observatory, sem er að stærstum hluta í eigu nærliggjandi sveitarfélaga og Sparisjóðs Suður-Þingeyinga auk nokkurra einstaklinga.

Tóku 120 milljón króna lán

Húsið var vígt við hátíðlega athöfn árið 2018, þá enn óklárað en þar átti að vera fjölbreytt starfsemi sem og til að mynda gestastofa þar sem ferðamenn gætu kíkt í heimsókn og kynnt sér starfsemina.

Verkefnið var að mestu fjármagnað með styrkjum en Aurora Observatory  tók einnig 120 milljón króna lán frá Byggðastofnun í apríl 2020 til að standa straum af uppbyggingunni á jörðinni. Á móti áttu svo að koma leigutekjur frá þeim kínversku og íslensku aðilum sem ætluðu að vera með starfsemi í stöðinni.

Þær áætlanir hafa farið í vaskinn, hin glæsilega rannsóknarstöð stendur enn ókláruð á jörðinni og starfsemi þar er í mýflugmynd. Áðurnefnt lán frá Byggðastofnun er gjaldfallið og stendur nú í tæplega 176 milljónum króna.

Ekki tókst að ná í forsvarsmenn Aurora Observatory við vinnslu fréttarinnar en fjallað verður nánar um málið á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“