fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Þetta fengu eldri borgarar í mataráskrift í Reykjanesbæ að borða í gær – „Skammist ykkar“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi mynd er af matarbakka og er greinilegt að þessi matarbakki er í fýlu. En grínlaust þá fengu gömul hjón sem eru í mataráskrift frá Hrafnistu Nesvöllum þennan ófögnuð í dag. Ætli matarskammtarinn sé með á hreinu að allir borði lauk, eða remólaði svo dæmi sé tekið. Það er sko ekki bara verið að taka ferðafólkið í þurrt heldur er gamla fólkið tekið í leiðinni,“

segir Guðmundur Sigurðsson sem búsettur er í Ytri-Njarðvík í færslu sinni á Facebook. Á mynd sem Guðmundur birtir með má sjá matarbakka með einni pylsu í brauði, búið er að setja sinnep og tómatsósu á pylsuna, til hliðar er síðan kartöflusalat og remúlaði í plastboxi.

„Það er ekki eins og gamla fólkið sé á fríu fæði en þessi tilteknu hjón sem fá matinn fimm sinnum í viku greiða tæpar 90.000 kr fyrir mánuðinn fyrir matinn. Skammist ykkar.“

Í samtali við DV segir Guðmundur að eldri hjónin sem um ræðir séu tengdaforeldrar hans. Ein matarsending er á dag og berst maturinn oftast um klukkan 11.

Aðspurður um hvort maturinn sem þau fá sendan sé oft óviðunandi, svarar hann ekki oft. Hann segir að fyrir eldra fólk telji hann sterkan mat ekki heppilegan. „Ekki mikil fjölbreytni viku eftir viku.“

Færslan vakið mikla athygli

Guðmundur deildi færslu sinni inn á Facebook-hópinn Reykjanesbær gerum bæinn betri, á eigin vegg hefur færsla hans vakið töluverð viðbrögð og fengið um 100 deilingar. 

„Nei við höfum ekki kvartað. Og þau ekki heldur,“ segir Guðmundur aðspurður um hvort þau hafi kvartað við Hrafnistu.

„Þau eru nægjusöm en okkur blöskraði þetta. Pylsa í pylsubrauði í bakka. Þegar fólk kaupir sér pylsu í sjoppu þá velur fólk það sem fólk vill á pulsuna. Sama ef maður gerir það heima hjá sér. Það virðist vera hægt að bjóða gamla fólkinu upp á allt og það borgar,“ segir Guðmundur sem segir gamla fólkið hafa gleymst í þjóðfélaginu.

Eins og sést á myndinni þá er einnig lítið hugsað um umhverfismál, maturinn kemur fyrir tvo einstaklinga á einu heimili í tveimur pappaboxum, með tveimur plastboxum undir remúlaði og báðir matarbakkar vafðir með plasti. Allt þetta þurfa eldri borgarar síðan að þvo og flokka, eins og allir eru skikkaðir til, í stað þess að fjölnotabakkar séu teknir tilbaka. 

Mikið er rætt um hátt matarverð og sé miðað við að máltíðin kosti að meðaltali 2.045 kr. fyrir einstakling í mataráskrift hjá Hrafnistu og pylsan þar með líka má benda á að 

Í Pulsuvagninum hjá Villa og Ingu sem staðsettur er í Reykjanesbæ kostar hún 740 kr. Þar getur neytandi valið sjálfur það sem hann vill á pylsuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“