fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Var uppi í sumarbústað þegar hann vann 54 milljónir króna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru efalaust margir í pottinn í sumarbústöðum landsins um síðustu helgi en fáir voru þó jafn lukkulegir og sá sem vann stóra pottinn í Lottóinu uppi í bústað með kærustunni.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að þar hafi verið á ferðinni tæplega fimmtugur karlmaður sem nýtti sér tæknina í sveitasælunni til að kaupa Lottómiða í appinu á laugardeginum, enda fyrsti vinningur fjórfaldur. Þegar hann kannaði málið í appinu eftir útdráttinn blasti við stóri vinningurinn, upp á tæpar 54 milljónir.

„Hinn heppni hafði þó sínar efasemdir og þorði ekki að trúa góðu fréttunum strax, hvað þá segja kærustunni frá. Laumuspilið gerði það hins vegar að verkum að illa gekk að einbeita sér það sem eftir var kvölds að hinum hefðbundnu spilum sem spiluð voru í sumarbústaðnum. Strax eftir helgina voru góðu fréttirnar svo staðfestar hjá Íslenskri getspá og þá gat þessi lukkunnar pamfíll loks andað léttar og greint kærustunni og börnunum frá þessum frábæru fréttum,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“