fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 07:39

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um 16 til 17 ára gamlan dreng með hníf við verslun Hagkaups í Skeifunni í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var drengurinn þó ekki að hóta eða ógna með hnífnum og fannst hann ekki við leit lögreglu.

Lögregla fékk svo tilkynningu um umferðarslys þar sem önnur bifreiðin var óökufær á eftir. Annar ökumannanna var án ökuréttinda og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.

Þá veitti lögregla ökumanni eftirför sem stöðvaði ekki þegar lögregla gaf honum merki þess efnis. Í skeyti lögreglu kemur fram að ökumaðurinn hafi þó ekki ekið yfir leyfilegum hámarkshraða og reyndi ekki að flýja lögreglu. Hann var að lokum króaður af með fleiri lögreglubifreiðum eftir nokkrar mínútur.

Útskýrði maðurinn að hann hefði verið að reyna að finna stað til að stöðva bifreiðina. Hann reyndist vera ölvaður og sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn en látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Lögregla handtók tvo menn sem grunaðir eru um sölu og dreifingu fíkniefna. Fíkniefni og vopn; hnífur, piparúði og rafvopn fundust við leit í bifreið mannanna sem voru vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“