fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Fimm í gæsluvarðhaldi eftir stóra rassíu – Mikið af fíkniefnum og þrjár milljónir í seðlum haldlögð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleitir og handtökur á mánudag og þriðjudag vegna rannsóknar á stóru fíkniefnamáli. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, í samtali við DV.

Segir hann að 16 kg af marijúana hafi fundist í þessum húsleitum en miklu minna af öðrum fíkniefnum, t.d. amfetamíni og ketamíni, undir 1 kg. Ennfremur fundust þrjár milljónir króna í reiðufé í þessum húsleitum.

„Vegna þessa máls eru fimm manns í gæsluvarðhaldi,“ segir Grímur og staðfestir aðpurður að það séu allt karlmenn. DV spurði hvort mennirnir væru með sakaferil að baki og sagði hann: „Já, þeir hafa nú komið við sögu áður.“

Segir Grímur að mennirnir hafi verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald en þeir voru ýmist handteknir á mánudag eða þriðjudag. Hann vildi ekki svara þeirri spurningu hvort lögreglan hafi verið að fylgjast með mönnunum undanfarið. Hann segir að rannsókn málsins hafi ekki staðið yfir í langan tíma en hún sé mjög langt komin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!