fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 13:00

Elon Musk/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasti maður heims, segist hafa verið plataður til að veita samþykki fyrir kynleiðréttingu sonar síns. Í viðtali, sem hefur fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum, lýsir hann atburðrásinni sem „illri“ og boðaði stríð gegn „woke-vírusnum“ sem hann telur grassera.

Musk hefur síðustu ár átt í erfiðu sambandi við dóttur sína, Vivian Jenna Wilson, sem í dag er tvítug en undirgekkst kynleiðréttingu fyrir nokkrum árum. Viðhorf hans voru upphaflega frjálslynd og til að mynda tísti hann árið 2020 að hann styddi réttindi transfólks en „öll þessi fornöfn væru fagurfræðileg martröð.“

Dóttirin vill ekkert með Musk hafa

Afstaða hans í málaflokknum hefur hins vegar harðnað mjög í seinni tíð. Þá uppnefndi Musk dóttur sína meðal annars heilaþveginn kommúnista í viðtali í fyrra og kenndi einkaskólanum sem hún sótti um bera ábyrgð á innrætingunni. Hefur Vivian óskað eftir því, samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2022, að tengjast ekki föður sínum með nokkrum hætti.

„Ég var plataður til þess að skrifa undir skjöl fyrir einn af sonum mínum, Xavier,“ sagði Musk og notaði þar fyrra nafn dóttur sinnar. „Þetta var áður en ég að hafði nokkurn skilning á því hvað væri að gerast. Covid var í fullum gangi og það var mikil ringulreið, mér var tjáð að Xavier væri í sjálfsvígshættu,“ sagði Musk, sem á 22 börn eins og frægt er orðið og virðist hvergi nærri hættur að fjölga mannkyninu. „Ég missti son minn í raun,“ sagði Musk.

Vill að talsmenn kynleiðréttinga fari í fangelsi

Viðtalið birtist á hægri miðlinum Daily Wire en stjórnandi þess var sálfræðingurinn umdeildi Jordan Peterson. Tók hann undir þá skoðun Musk að hann hefði verið blekktur og vildi meina að kvíði og þunglyndi væri ástæða hás hlutfalls sjálfsvíga hjá transeinstaklingum, ekki kynaminn sem slíkur.

„Þetta er ótrúleg illska og ég tel að þeir sem beri út þennan boðskap eigi að fara í fangelsi,“ sagði Musk í viðtalinu þegar talið barst að kynama.

Hann hefur tekið harða afstöðu varðandi málefnið og boðaði meðal annars á dögunum að höfuðstöðvar Space X og samfélagsmiðilsins X yrðu færðar frá Kaliforníu til Texas eftir að ný lög um réttindi transfólks voru samþykkt í fyrrnefnda ríkinu.

Viðtalið hefur fallið í grýttan jarðveg hjá baráttufólki fyrir transréttindum og hafa fjölmargir fordæmt þá ákvörðun Musk að nota eldra nafn dóttur sinnar sem og gefa í skyn að hún sé látin eftir að hafa ákveðið að undirgangast kynleiðréttingaferlið. Að sama skapi styður mikill fjöldi netverja skoðanir Musk og því má segja að víða logi eldar á samfélagsmiðlum vegna þess.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“