fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Snorri vekur athygli á óvenjulegu stríði Krónunnar og Bónus – „Greinilega er Bónus í ákveðinni örvæntingu með þetta”

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, ritstjóri með meiru, benti á heldur óvenjulega auglýsingaherferð verslunarkeðju Bónus sem neytendur hafa mögulega tekið eftir. Er um að ræða auglýsingu sem virðist beinast að nýlegum auglýsingum Krónunnar, helsta samkeppnisaðalinum, um ódýrar vörur. Bendir Snorri á að markaðsherferð Krónunnar virðist hafa pirrað Bónus sem hafi svarað fyrir sig með þessum hætti.

Snorri fjallaði um málið í skemmtilegri færslu á Tiktok-síðu sinni fyrr í dag.

@snorrimassonBónus fer venjulega alls ekki í svona auglýsingaherferðir 🤔

♬ original sound – Snorri Másson ritstjóri

 

„Bónus fílar þetta greinilega ekki. Það er ný herferð, meiriháttar herferð, í öllum fjölmiðlum núna þar sem gaur er að setja ódýrt miða á allar vörurnar í Bónus,” segir Snorri og hefur greinilega gaman að. Birtir hann svo brot úr auglýsingu lágvöruverslunarrisans, þar sem Sigurjón Kjartansson leikur lykilhlutverk, máli sínu til stuðnings.

„Þetta er áhugavert. Fyrst þegar ég sá auglýsingarnar hjá Krónunni þá hugsaði ég þetta er sniðugt en þetta getur ekki haft það mikil áhrif en greinilega er Bónus í ákveðinni örvæntingu með þetta,” segir ritstjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri