fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2024 12:00

Flugvél frá Wizz air. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfingarástand kom upp á flugvellinum í Búdapest í Ungverjalandi í gærvöld þegar flug Wizz air var fellt niður vegna alþjóðlegrar tæknibilunar í hugbúnaði Microsoft. Úr vöndu var að ráða fyrir fjölda fólks því gistirými í borginni er nú mjög takmarkað vegna Formúlu 1 kappaksturskeppninnar sem haldin er þar núna.

Meðal þeirra sem lentu í þessum hremmingum var Orri Ragnar Árnason, athafnamaður frá Hellu, sem þarna var ásamt eiginkonu sinni, en Orri hafði gengist undir meðferð á Íslensku Klíníkinni.

„Það bætir ekki úr skák að ég er í hjólastól. En fyrst var sífellt verið að fresta fluginu þar til allt í einu kom tilkynning um að það væri cancelled. Flugið bara strokað út og okkur sagt að redda okkur, annaðhvort fá endurgreitt eða endurbóka. Gisting var áhyggjuefni en því var bara eytt í einum grænum. Bara nokkrum mínútum eftir að fluginu var aflýst þá var hringt í okkur og sagt, farið bara niður á Zone 6 og þið verðið sótt. Þá var íslenska Klíníkin komin í málið og bjargaði öllu fólkinu.“

Orri segir að stofan hafi bjargað minnst átta manns um gistingu en líklega fleiri, en þessi átta manns höfðu verið í meðferð hjá stofunni. „Það var fullt af fólki frá öðrum stofum sem var strandaglópar og lenti í vandræðum.“

Orri hefur vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir þjónustunni sem hafi svo sannarlega lagað vonda stöðu sem var komin upp. „Ég er meira en sáttur við þau, þeim bar engin skylda til að gera þetta. Þetta er ótrúleg þjónusta, eiginlega á heimsmælikvarða og við vorum alls ekki að reikna með þessu.“

Hann segist hafa endurbókað en vandinn sé sá að það er ekki laust flug fyrr en á föstudaginn. „Við verðum bara áfram hér á hótelinu þangað til. Ég er í hjólastól og fer ekki að standa í tengiflugi eða slíku veseni.“

Hann segir að Íslenska Klíníkin hafi bjargað fleiru en gistingu. „Aðaláhyggjuefnið voru lyfin mín, ég var ekki með lyf út allt tímabilið, en þau sögðu bara, engar áhyggjur, við reddum þessu.“

Orri hefur ákveðið að gera gott úr öllu saman, nágrannar á Hellu munu sjá um hundinn hans og ketti sem bíða heima. „Við erum öll ein stór fjölskylda þar,“ segir hann.

„Þetta er pirrandi en fer vel allt saman. Þegar maður fær svona mikla aðstoð þá fjúka vandræðin burt. Þetta er ómetanlegt og ég sé ekki fyrir mér að þetta myndi gerast annars staðar.“

Sigur andans

DV sló á þráðinn til Hjalta Garðarssonar, sem ásamt Hrafnhildi Sigurðardóttur konu sinni og syninum Hauki Hjaltasyni, eiga og reka Íslensku Klíníkina í Búdapest, en þau búa öll og starfa þar. Aðspurður sagði Hjalti reddingar næturinnar vera sjálfsagðan hluta af þjónustunni og þrátt fyrir raskið hafi nú bara verið nett stemmning í hópnum þegar allir voru komnir í örugga höfn inni á Aquaworld Resort hótelinu þar sem stofan er staðsett. „Það er reynsla okkar Hrafnhildar að landar okkar geti snúið svona raski upp í eitthvað jákvætt, sigur andans og allt það.“

Greint var frá málinu á Facebook-síðu stofunnar í gærkvöld en þar segir:

„Wizz Air aflýsti flugi til Íslands. Eigendur stofunnar fóru á stjá og fengu herbergi á hótelinu fyrir sína viðskiptavini sem urðu strandaglópar. Ég ætla rétt að vona að umboðsmenn annarra tannlæknastofa meti sína viðskiptavini jafn vel og við og hafi útvegað sínum viðskiptavinum húsaskjól. Rútan okkar er með þakkláta og þreytta strandaglópa á leið á Aquaworld Resort.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út