fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Árásin á Yönu og fjölskyldu hennar – Emmanuel gekkst undir langa aðgerð í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2024 09:14

Yana og Emmanuel. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yana Sana, kona með íslenskan ríkisborgararétt sem bjó á Íslandi árum saman, varð í vikunni fyrir hrottalegri árás á veitingastað á Krít í Grikklandi ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanninum Emmanuel Kakoulakis, sem er grísk-kanadískur að þjóðerni, og þremur börnum hennar, tveimur piltum og einni stúlku. Hrottafengin og tilefnislaus árás hóps ómenna á fjölskylduna hefur vakið mikinn óhug.

DV ræddi málið við Yönu í vikunni og son hennar Thomas, sem hlaut töluverða en þó ekki hættulega áverka í árásinni. Thomas er að hluta til alinn upp á Íslandi og talar íslensku, en býr núna í Danmörku.

Sjá einnig: Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“

Emmanuel gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð á sjúkrahúsi á Grikklandi á föstudag. Samkvæmt heimildum frá Yönu og Thomas gekk aðgerðin vel. „Aðgerðin gekk vel, hann er að hvíla sig núna og getur ekki talað næstu 3-5 daga,“ sagði Thomas við blaðamann DV í gær.

Áður hefur komið fram í grískum fjölmiðlum að einn árásarmaður hafi verið handtekinn. Aðspurður segir Thomas að hinir árásarmennirnir séu enn á flótta og ekki hafi fleiri verið handteknir.

Yana segir í samtali við DV að hún hafi engar frekari upplýsingar um árásarmennina enda hafi hugur hennar verið hjá Emmanuel og bata hans. „Guði sé lof þá gekk aðgerðin vel. Hún tók sex tíma og læknarnir unnu frábært starf. Þeir púsluðu andlitinu á honum aftur saman, ótrúlegir læknar! Hann er núna í bataferli sem mun að sjálfsögðu taka tíma, en við látum sjúkrahúsið ráða ferðinni. Við munum dveljast hér eitthvað áfram.“

Yana segir að fjölskyldan muni höfða miskabótamál vegna árásarinnar og hafa þau ráðið til þess lögmann. Þau þakka fyrir batakveðjur sem þau hafa fengið frá Íslandi og lýsa yfir ánægju með umfjöllun fjölmiðla um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út