fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 19. júlí 2024 18:30

Landslagið á Ströndum er ægifagurt en íbúarnir eru þeir minnst hamingjusömustu á landinu ef marka má könnun Byggðastofnunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Ströndum og Reykhólasveit eru óhamingjusamastir á landinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Íbúakönnunar landshlutanna sem birtist á vef Byggðastofnunnar fyrr í dag. Könnunin var lögð fyrir landsmenn um allt land en rúmlega 12 þúsund svör bárust. Spurt var um fjölmarga þætti sem snúa að búsetuskilyrðum í hverjum landshluta, til að mynda þjónustu sveitarfélagsins, atvinnuhorfur, innviði og almenna líðan.

Smjörið drýpur af hverju strái

Meðal annars voru þátttakendur látnir svara spurningunni: „Hversu hamingjusamur/hamingjusöm ertu í dag þegar þú horfir til allra þátta í lífi þínu?“ á skalanum 1-10. Eins og áður segir voru íbúar á Ströndum og Reykhólum óhamingjusamastir en blessunarlega var það þó ekki verra en svo að meðtal svara íbúanna hljóðaði upp á 7,48. Íbúar í sveitarfélaginu Vogum voru litlu hærri eða með 7,53 á meðan íbúar í Vestur-Húnavatnssýslu gáfu einkunnina 7,55.

Hamingjusamastir voru Skagfirðingar með einkunnina 8,08 enda drýpur kaupfélagssmjörið þar af hverju strái. Íbúar í Múlaþingi og Norður-Múlasýslu gáfu einkunnina 8,04 og íbúar á Snæfellsnesi voru skammt undan með 8,02.

Höfuðborgarbúar voru mitt á milli þeirra kátustu og döprustu með einkunnina 7,79.

Ekkert sérstök ánægja með mannlífið

Það er fámennt en góðmennt á Ströndum og í Reykhólasveit og spurning er hvort að íbúarnir vilja meira fjör í kringum sig. Spurt var í könnuninni hvort gott mannlíf væri á svæðinu og voru valkostirnir frá 1 (mjög slæmt) og upp í 5 (mjög gott). Strandamenn og Reykhólabúar gáfu mannlífinu aðeins einkunn upp á 3,52 sem var það lægsta á landinu. Íbúar í Reykjanesbæ gáfu mannlífinu þar einkunn upp á 3,67 og íbúar í Vogum gáfu einkunn upp á 3,82.

Íbúar Vestmannaeyja voru langánægðist með lífið í suðri og gáfu einkunnina 4,43, Norður Vestfirðir voru skammt undan með 4,30 og Grindvíkingar voru einnig sáttir með 4,27.

Athygli vekur að íbúar Höfuðborgarsvæðisins gáfu mannlífinu „aðeins“ 4 í einkunn og voru um miðjan hóp landsmanna.

Hér er hægt að kynna sér niðurstöður könnunarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna