fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, leyfði fylgjendum að spyrja sig spurninga á Instagram í gær.

Þar var hún meðal annars spurð að því hvort fjölskyldan væri flutt heim til Íslands, þar sem þau dvelja þessa stundina. Samningur Arons við Al-Arabi í Katar rann út í vor og hann því frjáls ferða sinna.

„Við vitum ekki alveg ennþá okkar framtíðarplön,“ sagði Kristbjörg við þeirri spurningu.

Það er óljóst hvort Aron taki annað tímabil erlendis eða komi heim, en hann er löngu búinn að tilkynna það að hann muni spila með uppeldisfélagi sínu, Þór, áður en ferlinum lýkur.

Samkvæmt heimildum 433.is eru Þórsarar vongóðir um að fá Aron núna í sumgarglugganum.

Aron hefur átt frábæran feril hingað til. Fyrir tímann hjá Al-Arabi var hann í fjölda ára á Englandi í bæði úrvalsdeildinni og Championship.

Þá hefur hann spilað 103 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og borið fyrirliðabandið þar í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld