fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Alvarlegt ofbeldisverk við Gróttuvita

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2024 13:30

Mynd: Freyja Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir sem framdar voru á árinu 2021.

Þann 16. janúar það ár er hann sagður hafa ráðist á mann á bílastæði við Gróttuvita á Seltjarnarnesi og slegið hann tvisvar til þrisvar í höfuðið með hnúajárni, þannig að brotaþoli féll í götuna. Hann er sömuleiðis sagður hafa slegið annan mann á staðnum tvisvar í höfuðið með hnúajárni. Báðir mennirnir hluti talsverða áverka af árásinni.

Hinn árásin sem maðurinn er ákærður fyrir átti sér stað í Hafnarfirði í lok maí árið 2021. Er hann sagður hafa slegið mann ítrekað með krepptum hnefum, sparkað í höfuð hans og í eitt skipti slegið hann með glerflösku í höfuðið. Hlaut brotaþoli nokkra áverka af árásinni.

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 21. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út