fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 13:30

Björgunarbátur var sendur frá Falmouth í Bretlandi. Mynd/RNLI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtiferðaskipið Regal Princess sendi út neyðarkall við strendur Bretlands. Ástæðan var að farþegi þurfti nauðsynlega á læknishjálp að halda strax.

Breska blaðið Southern Daily Echo greinir frá þessu.

Skipið var á leið frá Southampton í Bretlandi til Cork í Írlandi. Skipið hefur reglulega komið til Íslands og íslenskar ferðaskrifstofur hafa boðið upp á ferðir með því hérlendis.

Skipið, sem er 330 metra langt og tekur 3 þúsund farþega, lagði af stað á sunnudag. Var það nálægt ströndum Cornwall í suðvesturhluta Bretlands þegar atvikið kom upp. Var björgunarbátur sendur frá borginni Falmouth til að ná í farþegann.

„Tveir sjúkraflutningamenn fóru um borð í skemmtiferðaskipið ásamt tveimur skipverjum af björgunarbátnum til að flytja hinn veika í björgunarbátinn,“ segir í tilkynningu RNLI, björgunarbátastofnun Bretlands. Var hann svo fluttur á sjúkrahús.

Er þetta í annað skipti sem neyðarkall berst frá skipum í eigu skipafélagsins Princess Cruises á aðeins einni viku. Caribbean Princess sendi út neyðarkall á leið sinni frá Southampton til Íslands á sunnudag og fékk aðstoð frá björgunarmönnum í Falmouth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót