fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Karen sjö ára bjargaði lífi móður sinnar: „Ég gaf henni líf og hún gaf mér annað líf“

Stolt og þakklát dóttur sinni

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi er búin að bjarga lífi móður sinn­ar, svo hún er bara hetj­an mín,“ segir Margrét Sæberg Þórðardóttir móðir hinnar sjö ára gömlu Kar­enarSæ­berg Guðmunds­dótt­ur en Karen bjargaði lífi móður sinnar þann 8.ágúst árið 2015 eftir að Margrét fékk flog og missti meðvitund í heitum potti. Karen var í dag sæmd titl­in­um Skyndi­hjálp­armaður árs­ins af Rauða krossi Íslands.

Í samtali við mbl.is segir Margrét að þær mæðgur hafi verið heita pottinum þennan dag ásamt Júlíusi fimm ára nágranna þeirra. „Svo var verið að leika og voða gaman. Ég er með flogaveiki og fæ flog í pottinum og get því ekkert gert. Sem betur fer tekur hún eftir því að ég er komin með vatnið upp að vörum og nær að halda undir höfuðið á mér og halda því uppi.“

„Svo kallar hún á vin sinn og biður hann að fara inn. Hann fer þegar hún er búiin að biðja hann nokkrum sinnum um að fara inn. Maðurinn minn kemur út og tekur við höfðinu á mér og svo var mér dröslað upp úr,“ segir Margrét og bætir við að DVD diskurinn um Hjálpfús hafi kennt dóttur sinni réttu viðbrögðin.

„Ég gaf henni líf og hún gaf mér annað líf. Þetta minnir mann á það að það geta allir bjargað. Ef þú hefur lært eitthvað þá getur þú það og þú getur það þó þú sért bara sex ára,“ segir Margrét jafnframt í samtali við kvöldfréttir RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar