Jurgen Klopp hefur hafnað því að taka við bandaríska landsliðinu en það er Athletic sem greinir frá.
Klopp yfirgaf Liverpool í sumar en hann hafði þjálfað á Anfield alveg frá árinu 2015 og gerði flotta hluti.
Klopp er ákveðinn í að taka sér gott frí frá boltanum og er ekki að leita að nýju starfi þessa stundina.
Bandaríkin eru að leita að þjálfara en Gregg Berhalter var rekinn úr starfi á miðvikudaginn.
Bandaríkin þurfa því að horfa annað en þónokkur nöfn eru talin vera á óskalista sambandsins.