„Stemningin í hópnum er góð. Það eru allir léttir á því,“ sagði landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir í samtali við 433.is í vikunni.
Framundan er leikur gegn Þýskalandi í undankeppni EM klukkan 16:15 í dag á Laugardalsvelli. Sigur gulltryggir sæti á EM en takist það ekki fá Stelpurnar okkar annað tækifæri til að gera það á þriðjudag gegn Pólverjum ytra.
„Við þurfum að vera rosalega þéttar varnarlega. Við höfum spilað marga leiki við þær upp á síðkastið og vitum í hverju þær eru góðar. Ég held að sterkur varnarleikur og þéttleiki milli lína muni skila okkur góðri niðurstöðu,“ sagði Selma en íslenska liðið hefur spilað töluvert við Þýskaland undanfarin misseri.
„Ég held við getum tekið eitthvað úr öllum leikjunum og lært aðeins inn á þær. Við tökum það með okkur inn í föstudaginn.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.