fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Dagdrykkjumaður í 25 ár hefur beðið í 9 mánuði eftir meðferð – „Ef ég drekk einn, tvo bjóra á morgn­ana þá fún­kera ég í vinnu“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er búið að vera hræðilegt, ég er búinn að drekka 10-20 bjóra á dag, daglega. Ef ég drekk einn, tvo bjóra á morgn­ana þá fún­kera ég í vinnu en stund­um fer ég yfir strikið og bara get ekki mætt í vinnu og er bara full­ur,“ seg­ir karlmaður á Akureyri.

Maðurinn hefur verið á biðlista um að komast í meðferð í níu mánuði. Hann segir sögu sína í viðtali í nýjasta þætti Lífið á biðlista, en viðtalið var tekið í mars og hafði maðurinn þá verið á biðlista í fimm mánuði. Hann bíður enn á biðlistanum eftir að komast í meðferð.

Hann segir vinnuveitanda sinn sýna sér skilning og það sé honum að þakka að hann hafi fengið niðurtröppunarlyf og þegar viðtalið er tekið hafi hann ekki drukkið í sex daga.

„Ég er búinn að vera dagdrykkjumaður í 25 ár. Ég er búinn að fara þrisvar áður í meðferð,“ segir maðurinn sem segist á tímabili hafa verið edrú í eitt og hálft ár.

Hringir þris­var í viku í SÁÁ til að fá upp­lýs­ing­ar um meðferð

Maðurinn segist hafa fallið þegar göngudeildin á Akureyri lokaði í ár vegna sumarfría, einn starfsmaðurinn vinni á deildinni. „Mig vantar pínu stuðning. Ég er búinn að hringja í SÁÁ því ég vil skemma ekki það sem ég er búinn að ná núna, en mér er bara sagt að starfsmaðurinn sé í fríi,“ segir maðurinn. Hann segist ekki hafa valið sér fíknisjúkdóminn, en viti vel að hann hafi þróað hann með sér.

Sjúkdómurinn hefur haft áhrif á fjölskylduna og segir hann móður sína eina taugahrúgu. Nú bíði hann eftir innlögn og segist hann hringja í SÁÁ þris­var sinn­um í viku til að fá upp­lýs­ing­ar um hvenær hann fær inn­lögn og gagn­rýn­ir það að fá alltaf mis­mun­andi svör. Stund­um segi þau nokkr­ar vik­ur, stund­um nokkra mánuði.

„Fjölskylda mín er góður stuðningur,“ segir maðurinn sem segist einnig mjög þakk­lát­ur vin­konu sinni sem hef­ur vakað yfir hon­um og passað upp á hann á, látið hann taka töflurnar sínar og svo framvegis.

Í þættinum er einnig rætt við vinkonu mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“