fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Gamli Ormsson í 453 milljón króna þrot: Fengu 2,54% upp í almennar kröfur

Fyrirtækið er enn starfrækt í dag líkt og fyrir gjaldþrot

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 20:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í eignarhaldsfélaginu Rekstur 90, sem átti raftækjaverslunina Bræðurnir Ormsson, en ellefu milljónir króna fengust upp í 453 milljón króna gjaldþrot félagsins.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagði var úrskurðað gjaldþrota í september árið 2012 en skiptum úr búinu lauk í lok janúar.

Athygli vakti að nafni Ormsson var breytt í Rekstur 90 ehf, áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Skömmu eftir gjaldþrotið var nýtt félag stofnað undir nafninu Ormsson Verslunarinnar ehf. Það félag var í eigu Stórhyls ehf., sem svo aftur er í eigu Magnúsar J. Magnússonar.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins árið 2012 voru eigendur félagsins Bergsala Íslands (áður R2D2 ehf.) og Ormsson ehf. Félögin eru að hluta til í eigu þeirra Andrésar B. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Bræðranna Ormsson, og Einars Þórs Magnússonar, fjármálastjóra.

Fyrirtækið hefur semsagt haldið sínu striki undir nýrri kennitölu frá árinu 2012. En þess má geta að 2,54% fengust upp í almennar kröfur fyrirtækisins.

Fyrirtækið á sér langa sögu, en það hefur starfað undir nokkrum nöfnum síðan 1922 en ávalt selt raftæki og heimilistæki. Það rekur fjórar verslanir á Íslandi; tvær í Reykjavík, þá þriðju í Reykjanesbæ og fjórðu á Akureyri. Á vef fyrirtækisins kemur fram að það hefur meira og minna verið í eigu fjölskyldunnar sem stofnaði það fyrir áttatíu árum.

Í umfjöllun DV um gjaldþrotið árið 2012 kom fram að viðskiptavild var langverðmætasta eign fyrirtækisins þegar það fór í þrot. Viðskiptavildin var í ársreikningnum metin á 298,96 milljónir króna, sem þá var 75 prósent af öllum fastafjármunum félagsins.

Þá vakti einnig athygli að félagið, Rekstur 90, var skráð fyrir íbúð við Flatahraun í Hafnarfirði sem Landsbankinn átti 100 milljóna króna veðrétt á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi