fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Kristján segir að hvalir séu ekki gáfaðar skepnur – „Þetta er bara uppspuni sem er kokkaður upp“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 10:00

Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals og stór hluthafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að það sé uppspuni að hvalir séu gáfaðar skepnur. Hann er nýjasti gestur Dagmála á mbl.is og fjallar Morgunblaðið um efni þess í dag.

Kristján segir meðal annars í viðtalinu að hvalastofnar í kringum landið séu mjög stórir og bendir á að hvalirnir éti ekkert megrunarkex. „Þeir eru núna í þessum loðnuleitartúrum og þá eru hnúfubakar og hrefnur innan um þetta allt saman. Og þessir hvalir eru þarna að éta, þeir eru ekkert þarna að gamni sínu.“

Náttúruverndarsinnar hafa haldið því fram að hvalirnir séu gáfaðar skepnur og þess vegna eigi ekki að veiða þá. Kristján blæs á slíkar fullyrðingar.

 „Nei, þetta er bara uppspuni sem er kokkaður upp. Menn hafa kíkt til dæmis á hippocampus sem er í langreyði, sem er einnig í mönnum, er mér tjáð, þar sem minnið þitt er geymt í heilanum. Í langreyði er hann eiginlega mjög lítill og þannig upp byggður að það er talið að hann muni ekkert frá degi til dags.“

Kristján segir einnig í viðtalinu að ýmislegt bendi til þess að náttúruverndarsinnar séu að bíða hann af sér eins og það er orðað.

„Ég veit ekki hvort þeir vilji mig feigan en aðalmálið er að þeir eru búnir að fletta upp í þjóðskrá og vita hvað ég er gamall og þeir eru alltaf að bíða eftir því að ég hrökkvi upp af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“