fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs staðfestir áhuga á leikmanni Vals

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 07:30

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Um er að ræða leikmann Vals sem verður samningslaus í haust og gæti horft í kringum sig.

Guðmundur Andri er fæddur 1999 og hefur spilað níu leiki með Val í sumar án þess að skora mark.

Sóknarmaðurinn þekkir til Víkings og lék þar sumarið 2019 en fór svo í atvinnumennsku þar sem hlutirnir gengu ekki upp.

Arnar staðfesti í samtali við Fótbolta.net eftir leik gegn Fram í gær að áhuginn væri til staðar.

,,Við létum Val vita að við ætlum að tala við hann. Að sjálfsögðu, ég hef alltaf sagt það þarf enginn að fara í fýlu út af því, að þegar góðir bitar koma á markað þá verður Víkingur að taka þátt í því,“ sagði Arnar.

Arnar bætir við að það séu litlar líkur á að Guðmundur komi í sumarglugganum og að hugsað sé til næsta tímabils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Í gær

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Í gær

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum