fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Bayern að hætta við miðjumann Fulham og horfir nú til Everton

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 16:30

Amadou Onana Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Bayern hefur gefist upp á því að eltast við Joao Palhinha miðjumann Fulham en félögin eru ekki að ná saman um kaupverð.

Palhinha var við það að ganga í raðir Bayern síðasta sumar og hafði farið í læknisskoðun áður en Fulham hætti við sölu.

Bayern mætti aftur í vor og vildi kaupa Palhinha og náði samkomulagi við hann, en félögin ná ekki saman.

Nú segir Liverpool Echo að Bayern ætli nú að eltast við Amadou Onana miðjumann Everton og belgíska landsliðsins.

Hann hefur verið öflugur á Goodison Park en Vincent Kompany vill fá hann til Bayern.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum