fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sex íslensk fyrirtæki lent í gagnagíslatöku síðustu mánuði – „Sumar árásir rata í fjölmiðla, aðrar ekki“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Árásarhóparnir eru flestir með fjárhagslegan hvata. En það sem þarf líka að hafa í huga er að þessar árásir eru gerðar til að valda glundroða í samfélaginu og minnka áfallaþol samfélaga.“

Þetta segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, einn af stjórnendum og stofnendum Defend Iceland, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Eins og greint var frá á sunnudag varð Morgunblaðið fyrir barðinu á netárás en um var að ræða svokallaða gagnagíslatölu þar sem gögn voru dulkóðuð. Morgunblaðið kveðst hafa heimildir fyrir því að sex íslensk fyrirtæki hafi lent í gagnagíslatöku á síðustu mánuðum en greint hefur verið frá því að Morgunblaðið, Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafi lent í sambærilegum árásum.

„Sumar árásir rata í fjölmiðla, aðrar ekki,“ segir Jóhanna.

Talið er líklegt að netþrjótarnir sem réðust á kerfi Morgunblaðsins tengist rússneskum glæpasamtökum og jafnvel rússneskum yfirvöldum. Hópurinn sem réðist á Morgunblaðið kallast Akira og eins og DV greindi frá í gær er um að ræða afsprengi annars hóps, Conti-gagnagíslatökuhópsins, sem var sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni.

Jóhanna segir að þessir hópar eigi það sammerkt að leita eftir veiklum í kerfum og nýta sér þá til að valda skaða.

„Þessi tiltekni árásarhópur er rússneskur. Einhverjir telja hann tengjast rússneskum stjórnvöldum og netárásir hafa aukist mjög mikið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu, þá sérstaklega á lönd sem eru innan NATO. Það er engin tilviljun. Í rauninni eru netárásir form af stríðsrekstri,“ segir Jóhanna við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“