Það eru góðar líkur á að Kylian Mbappe spili næsta leik Frakklands á EM en hann nefbrotnaði í leik fyrsta leik á EM.
Mbappe var á bekknum fyrir helgi er Frakkland spilaði við Holland og kom ekkert við sögu í markalausu jafntefli.
Mbappe nefbrotnaði í fyrsta leik gegn Austurríki en var sjáanlegur í æfingaleik gegn U21 liði Paderborn í gær.
ESPN greinir frá og eru því miklar líkur á að Mbappe verði klár fyrir lokaleik riðlakeppninnar gegn Pólverjum.
Þessi æfingaleikur var aðeins 60 mínútur en Mbappe tókst að skora tvennu og virkaði í fínasta standi á vellinum.