fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Eigendur Brunnhóls birta myndir af þjófunum sem virðast hafa ýmislegt á samviskunni – „Þetta er nákvæmlega sami einstaklingur og kom til okkar“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júní 2024 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur gistiheimilisins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði hafa myndbirt erlendu glæpamennina sem settust að sumbli á gistiheimilu í gærkvöldi, til að kanna aðstæður, og brutust síðan inn síðar um nóttina. Höfðu þeir á brott með sér peningaskáp auk þess að valda margvíslegum skemmdum á húsnæðinu eins og lesa má um í fyrri frétt.

„Fjandinn hafi það þótt e.t.v. þetta brjóti persónuverndarlög. Þessir eru rúmlega búnir að fara inn á persónuverndarsvæði okkar,“ skrifar Sigurlaug Gissurardóttir, sem á Brunnhól ásamt eiginmanni sínum Jóni Kristni Jónssyni.

Birtir hún síðan nokkrar myndir og myndbönd af misyndismönnunum á Facebook-síðunni Bakland Ferðaþjónustunnar og varar þannig kollega sína við ef heimsókn er í vændum.

Ein af þeim sem gerir athugasemd við færslu Sigurlaugar er Hanna Björg Sævarsdóttir, sem rekur Hótel Höfn á Hornafirði. DV greindi frá því í byrjun mars síðastliðinn að par hafi komið inn á hótelið, gert vel við sig í mat og drykk og endað síðan með að skrá veigarnar á herbergi hótelsins þrátt fyrir að gista ekki á hótelinu. „Þetta er nákvæmlega sami einstaklingur og kom til okkar,“ segir Hanna Björg.

Þá greinir starfsmaður Olís frá því að mennirnir hafi tekið bensín á stöð sinni og hafi vakið athygli fyrir að borga allt með dollurum, rétt eins og í innbrotinu á Brunnhól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“