fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Erlendir glæpamenn settust að sumbli á Brunnhóli og brutust inn síðar um nóttina – „Við upplifum okkur berskjölduð“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 22. júní 2024 11:42

Gistiheimilið Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur gistiheimilsins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði urðu fyrir óskemmtilegri reynslu í nótt þegar brotist var inn í veitingsal gististaðarins. Sigurlaug Gissurardóttir, sem á Brunnhól ásamt eiginmanni sínum Jón Kristni Jónssyni, segir í samtali við DV að þetta sé í fyrsta sinn sem þau verði fyrir slíku .„Við upplifum okkur berskjölduð,“ segir Sigurlaug og bætir við að það hafi tekið þau hjónin smá tíma að átta sig á því hvað hafi gerst, svo óraunveruleg var tilhugsunin um innbrot á þessum slóðum.

Að sögn Sigurlaugar telur hún að þaulvanir erlendir glæpamenn hafi verið ferð en þeir vöktu athygli starfsmanna þegar þeir settust að sumbli á gistiheimilinu á gærkvöldi. Pöntuðu þeir sér bæði bjór og vínflösku og freistuðu þess að skrá veigarnar á herbergi gistiheimilsins, sem voru sýnileg frá veitingasalnum. „Glöggur starfsmaður okkar kom í veg fyrir það. Hún áttaði sig á því að enginn var í herberginu sem þeir reyndu fyrst að skrá drykkina á og að indverskur ferðamaður dvaldi í herberginu sem þeir reyndu næst,“ segir Sigurlaug.

Mennirnir hafi í kjölfarið séð sæng sína útbreidda og borgað drykkina með dollurum. „Þeir virtust hafa talsvert af peningum á sér en reyndar mikið af eins dollara seðlum,“ segir Sigurlaug. Mennirnir hafi einnig borgað þjórfé.

Atferli mannanna hafi vakið athygli starfsfólks og sérstaklega að þeir skimuðu ítrekað í kringum sig og voru greinilega að kortleggja staðinn.

Á öryggismyndavél sést síðan hvernig mennirnir brjótast inn síðar um nóttina með því að brjóta gler í hurð með tvöföldu öryggisgleri. Þeir reyna meðal annars við peningakassa í afgreiðslu gistiheimilsins án árangurs en halda síðan inn á skrifstofu þar sem þeir finna peningaskáp sem þeir taka með sér.

„Það vill þannig til að dollararnir sem þeir borguðu með voru í peningakassanum í afgreiðslunni. Þeir eru núna í höndum lögreglu og það verður skoðað hvort að seðlarnir séu hreinlega falsaðir,“ segir Sigurlaug.

Hún segir ljóst að vanir menn hafi verið á ferð og skrifaði hún færslu inn á Facebook-hópinn Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hún varaði kollega sína við mönnunum. Telur hún þá hafa verið á svörtum jeppa, líklega af gerðinni Mitsubishi. Slíkur bíll hafi verið á stæðinu við Brunnhól á meðan mennirnir sátu að sumbli en hann var farinn um svipað leyti og mennirnir héldu á brott og tilheyrði því ekki næturgestum.

Innbrotið hefur verið kært til lögreglu og segist Sigurlaug vonast til þess að lögregla nái að hafa hendur í hári mannanna innan tíðar og þeir komist ekki upp með frekari brot gagnvart öðrum rekstraraðilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“