fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Haft í hótunum við rannsakanda í máli Hunter Biden

Pressan
Föstudaginn 21. júní 2024 07:00

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem vann að rannsókn á máli Hunter Biden, fékk hótanir frá 43 ára karlmanni. Sá hótaði að loka lögreglumanninn inni eða „slátra“ honum.

Lögreglumaðurinn stýrði rannsókn á tölvu Hunter Biden.

Hinn grunaði er frá Texas og hefur nú verið kærður fyrir að hafa haft í hótunum við lögreglumanninn. Hann hringdi í lögreglumanninn þann 11. júní. Lögreglumaðurinn lagði strax á. Skömmu síðar hringdi maðurinn aftur og las skilaboð inn á símsvarann. Það var þá sem hann hafði í hótunum við lögreglumanninn.

Þennan sama dag var Hunter Biden sakfelldur fyrir brot gegn vopnalöggjöfinni með því að skýra ekki satt og rétt frá fíkniefnaneyslu sinni þegar hann keypti sér skammbyssu.

Saksóknarar segja að maðurinn hafi sakað lögreglumanninn um að hilma yfir meint afbrot Hunter Biden.

Margir stjórnmálamenn úr röðum Repúblikana hafa sakað Hunter Biden og föður hans, Joe Biden, að hafa hagnast á pólitískum ákvörðunum sem voru teknar í stjórnartíð Barack Obama en Joe Biden var varaforseti hans. Engar sannanir hafa fundist fyrir þessu og feðgarnir neita þessum ásökunum.

Þegar maðurinn las skilaboðin inn á símsvarann sagði hann að ef Donald Trump sigri í forsetakosningunum verði lögreglumaðurinn lokaður inni í fangelsi. „Þú getur líka stolið öðrum kosningasigri en þá náum við í vopnin okkar og finnum ykkur og slátrum ykkur eins og þeim svikahundum sem þið eruð,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni