Þetta segir Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, í stuttu samtali við 433.is. Vestri gaf út yfirlýsingu vegna málsins í gær en ekkert hefur heyrst frá Fylki.
„Við erum komin með greinagerð frá Vestra og erum búin að hafa samband við Fylki. Við erum í raun bara að bíða eftir útskýringum Fylkis, fá þeirra hlið málsins. Meira get ég í raun ekki sagt,“ segir Jörundur.
Meira
Vestri sendir frá sér yfirlýsingu – „Harmar að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir kynþáttafordómum“
En kemur eitthvað fram um málið í skýrslu dómara leiksins eða eftirlitsmanns KSÍ?
„Ég get ekkert tjáð mig um það. Við bara bíðum eftir þessu og svo fer málið sína hefðbundnu leið í okkar kerfi.“
Þá veit Jörundur ekki til þess að það sé til hljóðupptaka af meintu atviki.
„Ég hef allavega ekki fengið slíkt. Hún er ekki til að mér vitandi. Ég sá þetta eins og aðrir í einhverjum þættinum.“