fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Enn beðið eftir hlið Fylkis vegna meints kynþáttaníðs

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. júní 2024 13:54

Jörundur Áki Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ bíður enn eftir greinagerð frá Fylki vegna meints kynþáttaníðs leikmanns liðsins gagnvart leikmanni Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla á þriðjudag.

Þetta segir Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, í stuttu samtali við 433.is. Vestri gaf út yfirlýsingu vegna málsins í gær en ekkert hefur heyrst frá Fylki.

„Við erum komin með greinagerð frá Vestra og erum búin að hafa samband við Fylki. Við erum í raun bara að bíða eftir útskýringum Fylkis, fá þeirra hlið málsins. Meira get ég í raun ekki sagt,“ segir Jörundur.

Meira
Vestri sendir frá sér yfirlýsingu – „Harmar að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir kynþáttafordómum“

En kemur eitthvað fram um málið í skýrslu dómara leiksins eða eftirlitsmanns KSÍ?

„Ég get ekkert tjáð mig um það. Við bara bíðum eftir þessu og svo fer málið sína hefðbundnu leið í okkar kerfi.“

Þá veit Jörundur ekki til þess að það sé til hljóðupptaka af meintu atviki.

„Ég hef allavega ekki fengið slíkt. Hún er ekki til að mér vitandi. Ég sá þetta eins og aðrir í einhverjum þættinum.“ 

Meira
Davíð Smári fullyrðir að Árbæingar hafi verið með kynþáttaníð í kvöld – „Hlutir sem gerast hérna sitja í manni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum