Manchester United er í leit að miðjumanni í sumar þar sem Casemiro gæti farið. Nú horfir félagið til West Ham.
Casemiro átti afleitt tímabil með United og gæti því farið annað. Félagið vill styrkja þessa stöðu og hefur það áhuga á Edson Alvarez hjá West Ham.
Hinn 26 ára gamli Alvarez gekk í raðir West Ham í fyrra frá Ajax, en hann getur spilað aftarlega á miðjunni og í hjarta varnarinnar.
Það gæti þó reynst flókið fyrir United að fá mexíkóska landsliðsmanninn þar sem West Ham lítur á hann sem lykilmann og er hann með samning í London til 2028.
🚨🔴 Man United, seriously considering to bring in also new midfielder — almost sure in case Casemiro leaves.
Understand Mexico captain Edson Álvarez is one of the option discussed internally, appreciated by ten Hag.
It’s difficult deal, as West Ham considers him as key player. pic.twitter.com/UUUiSy1vLb
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 19, 2024