Ajax hefur mikinn áhuga á því að kaupa Wout Weghorst framherja Burnley í sumar. Telegraph segir frá.
Weghorst er 31 árs gamall en hann hefur síðustu tvö ár verið á láni hjá öðrum félögum.
Weghorst skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð Evrópumótsins en hann kom inn af bekknum.
Weghorst lék í hálft ár með Burnley en hefur síðan þá verið á láni hjá Besiktas, Manchester Untied og Hoffenheim.
Ajax vill fá framherjann inn í sumar og telur sig geta fengið hann ódýrt.