Dominic Calvert-Lewin framherji Everton skellti sér á skeljarnar í sumarfríinu og bað unnustu sinnar, Sandra Jerze.
Calvert-Lewin er 27 ára gamall en hann greinir frá þessu á Instagram síðu sinni.
Framherjinn knái og Sandra hafa verið saman síðustu ár og eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári.
Calvert-Lewin er stjörnuleikmaður Everton en hann hefur átt nokkur góð tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Parið er núna í sumarfríi en Calvert-Lewin þarf að mæta til æfinga í byrjun júlí til að hefja undirbúning fyrir næstu leiktíð.