Cristiano Ronaldo mætti til leiks á sitt sjötta Evrópumót í gær þegar Portúgal mætti Tékklandi.
Ronaldo sem er 39 ára gamall spilaði á sínu fyrsta Evrópumótið árið 2004.
Pepe liðsfélagi hans er að spila á sínu fimmta Evrópumóti en hann er 41 árs gamall.
Luka Modric er einnig að spila á sínu fimmta móti með Króatíu en Ronaldo á einn metið.
Ólíklegt er að met Ronaldo verði slegið í bráð en Lamine Yamal leikmaður Spánar gæti átt möguleika á því. Hann er aðeins 16 ára og er að spila á sínu fyrsta móti.
🔝 Cristiano Ronaldo has reclaimed the record for most EUROs by featuring in his sixth edition 📰⬇️#EURO2024
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2024