fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Byrjar Gylfi í stórleiknum? – „Lítur vel út“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júní 2024 20:30

Gylfi og félagar mæta KR. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er að jafna sig vel af meiðslum og gæti allt eins byrjað stórleik Vals og Víkings í Bestu deildinni á þriðjudag.

Gylfi kom til baka í síðasta leik gegn Keflavík í bikarnum. Kom hann þá inn á sem varamaður seint í venjulegum leiktíma en lék einnig alla framlenginguna.

„Eins og staðan er núna lítur hann vel út. Hann spilaði meira en við gerðum ráð fyrir á móti Keflavík og kom vel út úr því. Nú eru fjórir dagar í leik og hann kláraði æfinguna í dag og í gær líka,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, við 433.is í dag.

„Ég á bara von á því að hann verði til taks en svo kemur í ljós með aðra,“ sagði hann enn fremur.

Leikur Vals og Víkings á þriðjudag er sannkallaður stórleikur. Víkingur er á toppi deildarinnar en Valur í því þriðja. Fjögur stig skilja liðin að. Í spilaranum má sjá viðtalið við Arnar í heild þar sem hann ræðir komandi leik og fleira.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
Hide picture