fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 09:00

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru blikur á lofti í Moskvu. Í rúmlega tvö ár hefur stríðið í Úkraínu virkað sem eldsneyti fyrir rússneska hagkerfið. Þrátt fyrir refsiaðgerðir og umfangsmiklar viðskiptaþvinganir jókst verg landsframleiðsla landsins um 3,6% á síðasta ári.

Nú, þegar tvö ár og fjórir mánuðir, eru liðnir frá upphafi stríðsins er hins vegar hætta á að rússneska stríðsvélin bræði úr sér.

Herman Gref, bankastjóri Sberbank, sem er stærsti banki Rússlands, sagði í síðustu viku að rússneska hagkerfið hafi ofhitnað. Framleiðslugetan sé komin á það stig að útilokað sé að auka hana enn meira og nú færist hún nær því að hrynja.

Ekstra Bladet hefur eftir Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni DIIS og sérfræðingur í málefnum Rússlands, að vinnuaflið sé einn helsti veikleiki rússneska hagkerfisins. Það sé mikill skortur á vinnuafli og hafi raunar verið áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Staðan hafi ekki batnað í kjölfar innrásarinnar.

Hann benti á að talað sé um að 400.000 til 500.000 rússneskir hermenn hafi annað hvort fallið eða særst í stríðinu. Þess utan séu þeir sem eru í Úkraínu og þeir sem hafa flúið land. Þetta hafi mikil áhrif á vinnumarkaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð