fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Renndi kærastanum í ferðatösku þar sem hann kafnaði – Búin að stórmóðga 7 verjendur og þarf líklega að skipta núverandi út líka

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 19:00

Sarah Boone

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem sökuð er um að hafa sett kærasta sinn í ferðatösku, rennt upp og skilið hann eftir svo hann kafnaði gæti nú þurft að finna sinn níunda verjanda eftir að hafa móðgað alla fyrri lögfræðinga sína. 

Sarah Boone var handtekin í febrúar 2020 eftir að hún sagði lögreglunni frá því að það hefði liðið yfir hana eftir að hún hefði rennt Jorge Torres inn í ferðatösku þar sem hann kafnaði. Að hennar sögn var parið í vímu og léku sér í feluleik á heimili þeirra í Winter Park í Flórída.

Sagan fékk þó annan vinkill þegar rannsóknarlögreglumenn skoðuðu síma Boone og sáu myndband þar af Torres, þar sem hann grátbað í örvæntingu sinni: „Ég get ekki andað“ og Boone var ákærð fyrir annars stigs morð.

Jorge Torres

Áttundi og nýjasti lögfræðingur hennar, Patricia Cashman, hefur lagt fram beiðni þar sem hún óskar eftir að draga sig frá málinu og vitnar í ósættanlegan ágreining milli hennar og Boone;
„þar á meðal, en ekki takmarkað við, siðferðileg sjónarmið.“

Beiðnina lagði Cashman fram eftir að Boone afhenti dómara við yfirheyrslu þann 7. júní 58 blaðsíðna bréf þar sem hún kvartaði undan vinnu lögfræðingsins.

Boone hefur þurft að skipta um lögfræðing sjö sinnum síðan hún var handtekin árið 2020 og Cashman er sá áttundi í röðinni. 

„Ég hef aldrei upplifað aðra eins og frú Cashman. Hún breytir stöðugt viðhorfi sínu til mín og það skiptir engu máli hversu heimska ég spila mig til að reyna að vinna með henni. Ég er meira að segja búin að finna lausnina; að þykjast vera dómari í samskiptum við hana svo hún kæmi vonandi fram við mig á viðeigandi og faglegan hátt, sem hún gerir ekki,“ segir í bréfi Boone.

Taskan sem Torres kafnaði í.

Cashman heldur því fram að hún hafi eytt klukkustundum með skjólstæðingi sínum og samþykkt að greiða fyrir símtöl frá henni út fangelsinu en Boone hafi verið ósamstarfsfús.

„Ég hef eytt meira en 20 klukkustundum í að fara í gegnum spurningar hennar, í gegnum lista hennar,“ sagði lögmaðurinn fyrir dómstólnum. „Þegar ég reyndi að upplýsa hana um vitnaleiðslur sem ég tók nýlega, ákvað hún að slíta samtali okkar. Þegar ég reyndi að rifja upp nokkur atriði sem ég vildi vera viss um að hún væri meðvituð um, gekk hún út.“

Boone viðurkennir að hún hafi gengið út af fundum með lögmanni sínum, en segist þó ekki vilja nýjan verjanda. „Viltu bara láta hana vinsamlegast, vinsamlegast vera góða við mig og sýna mér vingjarnleika,“ segir hún í bréfi sínu til dómarans.

Lögmaðurinn segist hins vegar ekki geta verið að eyða öllum tíma sínum í að hlaupa eftir duttlungum skjólstæðings síns á sama tíma og hann eigi að vera að undirbúa mál fyrir rétti.  Cashman leggur því til að Boone verji sig sjálf eða fái einn verjandann enn.

„Dómstóllinn getur bara farið í gegnum þetta ákveðið oft þegar Boone kemur fyrir dóminn og það endar með því að það verður ósættanlegur ágreiningur þannig að lögmaðurinn sem þú hefur skipað getur ekki haldið áfram,“ sagði Cashman.

Boone hefur kvartað undan öllum fyrri verjendum sínum, alls sjö talsins. Sá sjötti í röðinni, Frank Bankowitz, dró sig frá málinu eftir að hún kallaði hann fífl og fávita.

Ekki hefur verið boðað til málflutnings enn sem komið er en réttarhöld yfir Boone eiga að hefjast 7. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma