Brighton er búið að finna arftaka Roberto De Zerbi sem hefur látið af störfum sem þjálfari liðsins.
De Zerbi gerði fína hluti með Brighton á tveimur tímabilum en ákvað að segja af sér undir lok leiktíðarinnar.
Fabian Hurzeler er maðurinn sem mun taka við af De Zerbi en hann hefur starfað hjá St. Pauli í Þýskalandi undanfarna 18 mánuði.
Hurzeler gerði góða hluti með St. Pauli og kom liðinu í efstu deild Þýskalands í vetur en liðið vann B deildina.
Samkvæmt Sky í Þýskalandi er Brighton búið að ná munnlegu samkomulagi við Hurzeler en á eftir að ná samningum við St. Pauli.